Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 91
eins og annað. Á öllu lifanda er endnrskin eilífð-
arinnar. Enginn augasteinn er svo ógeðslegur, að
ljósið að ofan snerti hann ekki, stundum hörku
og stundum blíðu. Engin skepna er svo afskræmd,
svo lítilmótleg, svo óhrein, að angu hennar rúmi
ekki óendanleik stjarnanna.
Mann bar þar að. Hann tók fyrst eftir þessu
ljóta kvikindi, er hann steig ofan á ]>að, og hrökk
við. Pað var prestur sem var að lesa á gangi í
bænabók sinni.
Svo kom ung stúlka. Hún var með rós við barm
sér. En lnin varð svo hrædd við froskinn, að hún
bar fyrir sig regnhlííina ósjálfrátt og rak hana í
annað augað á honum.
Svo komu fjórir skólasveinar, sviphreinir og
hýrir í bragði. En grimmúðgir voru þeir. Pannig
erum vér i fyrstu: sálin fer sömu leiðina sem alt
mannkynið hefur farið — frá grimd upp á við lil
miskunsemi. Gáskinn og lífsfjörið skein út úr
strákunum. Allir áttu þeir móður, allir áttu þeir
góða félaga, þeir drógu að sér loftið og lungun voru
hraust, þeir voru elskaðir, þeir voru frjálsir, þeir
voru kátir. Gátu þeir þá stytt sér betur stundir
með öðru en að vera grimmir? Grimmir við þá
sem áttu bágt?
Froskurinn drattaðist á brott svo íljólt sem hann
12
89