Iðunn - 01.01.1885, Side 30

Iðunn - 01.01.1885, Side 30
24 Gul\. trachyt og því um líku; en langoptast er það innan um brennisteinskís og annað málmgrýt yfir höfuð, svo sem koparkís, arseník-kís, blýglans, zink- blendi, spísglans o. s. frv. Mjög er misskipt um það, hvað gullið er mikið í þessum steintegundum. I brennisteinskís frá Freiburg t. a. m. er jafnan meira gull en ella, ef það hefir silfur að goyma líka. |>á eru í 100 pundum af kís 270 til 300 grömm silf- urs, og úr hverri mörk af því má fá % til £ úr grammi af gulli. Stundum ber það við, að minna er af silfr- inu að tiltölu, en meira af gullinu. Til þess að fá 1 mörk af gulli—en það er hjer um bil 600 kr. virði —, þarf optast að vinna þetta frá 260,000 til 1,220,000 fjórðunga af brennisteinskís, en þá fœst líka jafnframt úr þessu 1600 til 1900 merkur silfurs. Við Kammelsberg í Harzfjöllum verður að vinna hjer um bil 1270 fjórðunga af kís til þess að fá 1 gramm af gulli, eða, með öðrum orðum, það verður að vinna hjer um bil 365,000 af brennisteinsmálmi til þess að iá úr honum 1 mörk gulls. Meira að segja: á einum stað í Harzfjöllum, þar sem gull- nám er enn stundað jafnframt öðru málmnámi, þarf 1,475,000 fjórðunga af málmgrýti til þesB að fá úrl mörk gulls. þ>ar verður ekki með sanni sagt, að gullið streymi inn um dyrnar til manns ; þar verður maður að afla þess í sveita síns andlitis. Satt er það, að gull er fágætur málmur, en hins vegar vitum vjer dæmi til, að gull má fá úr þeim hlutum í náttúrunni, er sízt mundi við því biúzt. Efnafræðingur einn frakkneskur, Sage að nafni, er áður hafði embætti við peningasláttuna í París, segir svo frá, að hann hafi einu sinni fengið svo

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.