Iðunn - 01.01.1885, Side 61
Brjefstuldurinn.
55
af viti; hefði hann ekki verið nema bara góður reikn-
ingsmaður, þá hefði hann alls ekki kunnað neitt að
hugsa, og þá hefði lögreglustjórinn ekki verið upp-
næmur fyrir honum«.
»þú gerir mig forviða» mælti jeg. »þá speki hefi
jeg satt að segja aldrei heyrt áður, að tölvitringar
kunni ekki að hugsa. Jeg veit ekki betur en að
allur heimur hafi verið á gagnstæðri skoðun til þessa.
jpað getur varla verið alvara þín að ætla þjer að
gera það að hjegóma, sem hefir verið viðurkennt
um allan heim öldum saman. Beikningslegar álykt-
anir hafa lengi verið haldnar hjer um bil hinar einu
áreiðanlegu ályktanir«.
Dupin svaraði með þessum orðum Chamforts lista-
fræðings : »það má ganga að því vísu, að það sem
er almenningsskoðun eða almennt viðurkennt, það
er einhver heimskan, því að það hefir átt við fólk
eins og það er flest«. Jeg veit vel, að það eru töl-
vitringarnir sjálfir, sem hafa gert sitt til að útbreiða
þessa villu, sem þú átt við, og sem er ekki minni
vitleysa fyrir það, þótt það hafi verið boðað og meðtek-
ið af almenningi eins og óyggjandi sannleiki. Jeg get
komið með dæmi mínu máli til sönnunar, ef þú vilt«.
»Mjer skilzt, að tölfræðingar muni ekki eiga upp á
pallborðið hjá þjer, hvernig sem á því stendur; en
haltú áfram«.
»|>að er mikill misskilningur að ímynda sjer, að
tölfræðisleg sannindi, sem kölluð eru, sjeu algild
sannindi. Og þessi vitleysa er svo stórkostleg, að
jeg skil ekkert í því, að allir skuli trúa henni. það
sem er óyggjandi tölfræðislegur sannleiki eða reikn-
^ugssannleiki, er engan veginn algildur sannléiki.