Iðunn - 01.01.1885, Blaðsíða 47
Brjefstuldurinn. 41
Urinn hafi bæði tögl og hagldir við þann, sem stolið
er frá— : að þjófurinn veit, að hinn rændi veit hver
hann er.»
»Já« anzaði lögreglustjórinn ; »og vald það, er
svona er fengið, það hefir nú verið notað mánuðum
saman öðrum til hagsmuna í stjórnmálaviðskiptum,
°g það ótæpt. Porsónan, sem brjefinu var rænd,
8annfærist um það betur og betur dag frá degi, að
það er allsendis ómissandi að ná brjefinu aptur. Bn
það er vitaskuld, að það verður ekki gert öðruvísi en
með leynd. Hlutaðeigandi hefir loks í óyndisúrræð-
um falið mjer'málið á hendur«.
»Og«, mælti Dupin og svældi sem ákaflegast, »fær-
ari mann til slíkra hluta gat hún eigi kosið sjer eða
jafnvel hugsað sjer, að jeg ímynda mjer«.
»f>jer eruð að slá mjer gullhamra« anzaði lögreglu-
Btjórinn; »en það vil jeg ekki fortaka, að hún kunni
að hafa ímyndað sjer eitthvað í þann vegiun«.
»það er auðsjeð, eins og þjer segið« mælti jeg, »að
brjefið er enn í hans fórum, sendiherrans ; úr því
svo er, að það er handhöfn brjefsins, en engin notkun
þöss, er veitir þetta vald. Með notkuninni fer
valdid«.
»Svo er víst« mælti G.; »og eptir því fer jeg. J>að
sem jeg þurfti fyrst að gera, var að leita vand-
löga í hýbýlum sendiherrans, í dyrum og dyngjum;
°g það sem þar var örðugast við að eiga, var það, að
þetta varð að gerast án þess hann vissi af. það var
fyrir mig lagt að varast um fram allt, að vekja grun
hans minnstu vitund; þá var allt í veði«.
“Varla mun það hafa vaxið yður mjögí augum«