Iðunn - 01.01.1885, Side 27
G-ull.
21
^jeti rannsaka landið vandlega til gullnáms, en enga
áheyrn fengið. Hann hafði hin sömu erindislok
hjer; var hann beðinn fyrir hvern mun að hætta öllu
tali um gull í Ástralíu. Orsökin var sú, að menn ótt-
Uðust að hinn ódæli lýður þar syðra mundi komast í
hið voðalegasta uppnám, ef menn yrðu sannfróðir um,
^ð þar væri gull í jörðu. þessu líkt bar optar við, og
fór jafnan á sömu leið. — En þar kom þó um síðir,
að gullið mátti eigi dyljast.
Maður er nefndur Hargraves. Hann hafði haft
bólfestu um hríð í Kalíforníu og fengizt þar við
gullnám. Hann var á ferð suður í Astralfu og kom
við laud á Nýja-Suðurwales, í borg þeirri, er Para-
ínatta heitir. þar heyrir hann kvisað um gullnám-
Ur, í svalli einu, er hann var við staddur. Hann var
ötull maður og framgjarn. Hann fór þegar að leita,
og eigi lengi, áður en hann þóttist þess sannfróður
orðinn, að þar hefði hann fyrir hitta aðra Kalíforn-
íu. Hann fór þegar á fund stjórnarinnar í Sidney,
en fjekk þar söinu viðtökur og aðrir höfðu fengið á
undan honum í líkum erindum. Stjórnin bað hann
fyrir hvern mun að fara ekki að koma óróa í alþýðu
Qieð því að gera heyrum kunnan þennan hugarburð
sinn. Hargraves gaf því engan gaum, stefnir til
málfundar í Bathurst, öðrum bæ þar í nýlendunni,
og sagði þar tíðindin.—Upp frá þeirri stundu tók
fólk að þyrpast suður á eylönd þessi þar lengst
suður í höfum, og reis þá upp ný öld þar í landi,
er áður hafði byggt verið mestmegnis stórbrota-
öiönnum og öðrum þeirn, er landhreinsun þótti að
Um hinn siðaða heim.
Ekki var aðkomumönnum greitt aðgöngu framan
L