Iðunn - 01.01.1885, Side 23
Gull.
17
nokkur gullsandur í jörðu í ríkjuuum Virginíu og
og Norður-Karólínu. |>ar fengust árið 1830 nær 2
milj. kr. í gulli. Skömmu síðar fanust enn fremur
gull í Georgíu, Suður-Iíarólínu, Tennesee og Ala-
bama; en það var lítilræði í samanburði við það
sem síðar gerðist í Bandaríkjunum. jpað er ætlazt
á, að það sem fjekkst af gulli í Bandaríkjum alls frá
því 1804 og til 1848, eða í 44 ár, hafi numið alls
hjer um bil 84 milj. króna virði. Bám árum síðar
fjekkst helmingi meira á einu ári í Kalíforníu.
Kalífornía lá áður öll undir Mexico, til þess 1848,
að norðurhluti landsins, er þá var kallað Nýja-Kalí-
fornía, öðru nafni Efri-Kalífornfa, en síðan blátt á-
fram Kalífornía,—gekk undir Bandaríkin með friðar-
gerðinni í Guadalupe-Hidalgo 2. febr. 1848, eptir 3
ára ófrið milli Mexico og Bandaríkja. Mexico hjelt
að eins eptir suðurhlutanum, Kalíforníu-skaga, er
nefnist Gamla-Kalífornía eða Neðri-Kalífornía, og er
lítið land og fámennt (rúmar 20 þús. manna).
Menn höfðu vitneakju um, að gull var til í Iíalí-
forníu (Efri-Kalíforníu), löngu áður en Bandamenn
eignuðust landið. þar var jafnvel stundað gullnám
ú éinum stað á þeim tfma, þar sem heitir Rosario,
shammt frá Los Angelos ; en ekki var þar svo miklu
ePtir að slægjast, að nokkur veruleg aðsókn yrði
þangað. Reyndar fóru menn að flytja sig búferlum
til Kalíforníu hjeðan úr álfu árið 1841 ; en það voru
ehki aðrir on þeir sem ekki undu hag sínum og ætl-
uðu sjer í aðrar álfur hvort sem var, og þeir gengust
niost fyrir því, hvað landið var frjóvsamt og lá'vel
við verzlun og siglingum. það er því vel trúanlegt,
Iðunn. ii.
2