Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 3
IfiONN|
Konan í Hvanndalabjörgum.
íslenzk þjóðsaga í ljóðurn
eftir
Guðmund Magnússon.
Öll réttindl á.skiiln.
I.
BÓNDINN í MÁLMEY.
Ég unni þér heitt, og eyjan mín
bar ekkert svo dýrmætt sem þig.
Með þér hefir alt mitt yndi
með öllu skilið við mig.
Ég unni þér heitt, — en hugur minn
á hvarfli og umsvifum var,
því margt þurfti ég að muna
um Málmey og stórhúið þar.
Ég unni þér heitt, — en afbrýðissöm
var ástin þín, viðkvæm og sár.
Er þungbúinn svip minn sástu,
þá sá ég þér hnigu tár.
Þú skildir ei áhyggjur, elskan mín,
né aðköst, sem maðurinn ber.
Þá hélstu, að hugur minn væri
horfinn með öllu frá þér.
f*að hlóðst á mig börkur sem björkina þá,
sem barin af langviðrum er.
En þú geymdir æsku og yndi,
því alla tíð hlífði ég þér.
Iðunn III.
11