Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Blaðsíða 62
220
Steingrimur Mattlriasson:
[ IÐUNN
brumhnappar opnast, er nj’lega voru gaddharðir,
sem kaldur klaki.
. Þar sem frostið er mest í Síberíu og Ameriku,
gaddfrjósa trén og verða svo stirðkalin og hörð, að
stálaxir hrökkva sem gler í sundur, ef reynt er að
höggva þau (stálið verður lika stökkara i frosti). —
Þannig er það margsannað, að ýmsar plöntur þola
þann frostkulda, sem vér þekkjum mestan í náttúr-
unni, sem er um 70° C. (eins og t. d. kringum
Verchojanslc í Síberíu).
Látum nú svo vera, að plönturnar þoli þe§si feikn,
en slíkt mundi margur telja óboðlegt öllum dýrum.
En þó fer fjarri því, að svo sé.
f*að er alkunnugt, að sníglar, froskar og ýmsar
iiskategundir þola að gaddfrjósa um leið og vötnin,
sem þeir lifa í, botnfrjósa á velurna. Þegar þiðan
kemur á vorin, lifna dýrin við aflur og virðast ekki
kenna sér neins meins á eflir. Þetta má furðulegt
lieita.
En eðlisfræðingum liefir tekist með frystivélum að
framleiða langtum meira frost en fyrir kemur úti í
-náttúrunni eða um 250° C. Og nú heflr það
sannast, að ýmsar bakteríu-tegundir þola í langan
tíma að verða fyrir áhrifum þessa heljarkulda; þær
lifna við aflur og ná fullu fjöri á ný, þegar hlýnar.
Það er þessi sannreynd, sem hefir komið sænska
eðlisfræðingnum Svanle Arrhenius til að ; leiða
skynsamleg og sennileg rök að því, að líf geti borist
um himingeiminn hnallanna í milli; en úti i geimn-
um halda menn, að svipaður kuldi drotni og sá,
sem áður var nefndur og vér þekkjum mestan.
Sumir sniglar liggja, að því er virðist, steindauðir
i kuldakreppu allan veturinn, en lifna við á vorin.
Á hauslin draga þeir sig inn í snígilhúsið eða kuð-
ungana og loka svo þéll fyrir opin með fótlokunum,
að ekkert loft kemst inn. Til þess nú að ganga úr