Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 4
162 Guðmundur Magnússon: IIÐDNN Hvort var ég ei lengur svo vænn sem forðum? Því viltist þinn bugur frá mér? — Það eru vist gömul álög, sem eyjan min fagra ber. En tröll og illþýði hverfa hömum og hafa’ á sér ginnandi mynd, er tæla þarf trúgjarnar sálir og teygja að glöpum og synd. Nú leita ég friðlaus um land og sjó, ég leita þín dag og nótt. Þú ert ekki’ í ljósinu, elskan min, því er nú til myrkursins sótt. Hálfdán prestur, ég heiti á þig til hjálpar í þessari neyð. Vísdómi’ og vitsmunum þínum ég veit muni greiðast leið. Bergnumin, bergnumin elskan min er, mitt yndi, mín fegursta rós. Hjálpa mér, Hálfdán prestur, því hún er mín von og mitt Ijós. Fræðum og fjölvizku þinni falið er ekkert til. Þú sér gegnum holt og hæðir og hlustar við bjarganna þil. II. SR. HÁLFDÁN. Hálfdán er þungbúinn, hljóður, og horfir í gaupnir sér. »Ég býst við því bóndi minn góður, að bæn þín sé ofvaxin mér«.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.