Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 5
IÐUNN] Konan í Hvanndalabjörgum. 163 Hann afsegir ekki né neitar, þá að honum lagt er fast. Hann hlustar hljóður og leitar og horfir í rökkrið hvast. Svo réttir hann sig í seti, á svipinn bann myrkur er: »Það getur þó skeð að ég geti greitt eitthvað l'yrir þér«. Það er sem augu hans brenni, og úfinn er brúna-sær, og af hans spaklega enni sem ógnandi ljóma slær. »Hér mannraunum verður að mæta, og mikið hvílir á þér, því ekki má úr því bæta, ef í einhverju fipast mér. Því sá, er mér vald sitt veitir, sem er voldugra fulltingi manns, hvers einasta atviks neytir, að alt verði taflið hans. Þótt hrikti í helvítis gættum og háski sé lífi og önd, þú verður í voða og hættum að vera mín önnur hönd. Því hún er í Hvanndalabjörgum, sem hjarta þitt mest hefir þráð. Úr harðlæstum tröllanna hörgum er hingað til engum náð. 11

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.