Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 7
iðunn | Konan í Hvanndalabjörgum. Sá úlfgrái’ er lipur og þýður, og gaman að þvílíkri gandreið er. Bóndinn úr Málmey að baki’ lionum ríður. Sá maður var aldrei til aukvisa talinn; fullhugi, formaður valinn, með þreklegu baki, talinn fullkominn tveggja maki. Hertur að sægarpa sið við særok og brimgný og trylda vinda. Vanur beint fram í vo.ðann að hrinda, halda sitt strik og hika ekki við. Nú er hann þó fölur — því flestum mun vanginn grána, sem fylgjast með Hálfdáni’ á Felli á Grána. Sá grái özlar á yztu miðum, máttgur í vöðvum, mjúkur í liðum. Ekki syndir hann, ekki veður hann, á miðjar siður marvaðann treður hann. Bakið er sivalt, bógarnir þéttir, faxið flaxandi, fæturnir netlir. Firna fjörtök í fótum þeim búa; en allir hófar þar öfugt snúa. Hann brýst fram öflugt gegn brimhvítu róti, 165

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.