Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 7
iðunn | Konan í Hvanndalabjörgum.
Sá úlfgrái’ er lipur og þýður,
og gaman að þvílíkri gandreið er.
Bóndinn úr Málmey
að baki’ lionum ríður.
Sá maður var aldrei til aukvisa talinn;
fullhugi, formaður valinn,
með þreklegu baki,
talinn fullkominn tveggja maki.
Hertur að sægarpa sið
við særok og brimgný og trylda vinda.
Vanur beint fram í vo.ðann að hrinda,
halda sitt strik og hika ekki við.
Nú er hann þó fölur —
því flestum mun vanginn grána,
sem fylgjast með Hálfdáni’ á Felli
á Grána.
Sá grái özlar
á yztu miðum,
máttgur í vöðvum,
mjúkur í liðum.
Ekki syndir hann,
ekki veður hann,
á miðjar siður
marvaðann treður hann.
Bakið er sivalt,
bógarnir þéttir,
faxið flaxandi,
fæturnir netlir.
Firna fjörtök
í fótum þeim búa;
en allir hófar
þar öfugt snúa.
Hann brýst fram öflugt
gegn brimhvítu róti,
165