Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 9
ÍÐUNN] Konan í Hvanndalabjörgum. 167 Og þannig hann özlar á yztu miðum, máttgur í vöðvum, mjúkur í liðum. — Ströndina hamramar holskeflur lemja, hamrarnir sílaðir stynja og emja. — Já, nú mundi gefa ótæpt á fyrir Almenningsnöf og Qalatá. í einni svipan siær öllu flötu. Með gusum og feiknum sá grái svo hallast, að reiðmenn í hafrót til hálfs láta fallast. Þá æpir bóndinn í angist: Kristur! En Hálfdán slær handbók í klárinn og hrópar um öxl sér byrstur: »Haltu kjafti! — Það skriplaði á skötu«. IV. TRÖLLIN. Há eru og hrikaleg Hvanndalabjörg. Þar eiga bergtröllin heimkynni og hörg. Rísa þar gegn norðrinu risaleg fjöll. Hvergi eru meiri og magnaðri tröll. Öll eru bergtröllin ófrýn og ljót, hamirnir hraunsteypa, hausarnir grjót. Gína þau við hafnyrðing, gína þau við hríð, granir eru miklar og ginin eru víð.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.