Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Qupperneq 13
IÐUNN]
Konan í Hvanndalabjörgum.
171
Blakkur, Durabur.
Skyndið ykkur, Skellinefja,
Skjaldvör, Gláipa, Brana, Fála,
Henginkjafta, Hrottintanna,
Hágríður, Blágríður!
Gerið sköll og skelli,
skark og hark í felli,
hjá oss er í helli
Hálfdán á Felli,
Hálfdán á Felli«.
Rödd konunnar:
Ég má ekki nafnið þitt nefna.
Þó skal ég mitt skirnarheit efna,
og mynd þína, blóðuga, bjarta,
ég ber inst í leynum iníns hjarta.
Heilagi, krossfesti,
hjálpaðu mér,
hjálpaðu mér!
Tröllin:
Veifum að þeim skorpnum skrám,
skellum og smellum og hrellum.
Sveiflum að þeim hörðum hám,
hemjum þá, lemjum og kremjum.
Villum þá og tryilum,
veltum á þá björgum og hörgum.
Opnum gljúp undirdjúp,
yfir þá með funandi, dunandi
bruna.
Sendum inn i óbygðir,
út um nes og Hornstrandir.
Vekjum þursa, þríhöfða,
þverhöfða og ranghöfða,
smalaætur, sköss og skessur,
skolla, ármenn, hraunbúa,