Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 15
iðunn |
Konan í Hvanndalabjörgum.
173
Mætti nú reyna,
hvað man ég og kann
í máttugum fræðum. —
Eirspennill minn!
Geti ég nú ekkert,
þá grýti ég þér.
Bóndi, nú máttu’ ekki bregðast mér;
það beggja’ okkar eilíf glötun er.
Eg lít ekki upp — en ekkert, sem þú sér,
má nú ógna þér.
VII.
GALDRAMESSAN.
Hann opnar bókina. — Brestur heyrist,
um bergið titringur fer,
sem einhver voldugur vakni
og viðjunum spyrni af sér.
Hann flettir við fyrsta blaði. —
Þá ferlegur briingnýrinn þagnar í svip,
og steinfrosnir sjóarnir standa
með stróka af löðri, sein hásigld skip.
Hann flettir við enn þá einu. —
Þá alt verður bergið sem drjúpandi blóð.
í bókinni logar á römum rúnum
og rýkur úr hálf-kæfðri glóð.
Ramflóknir, stórir stafir
standa í böndum og lengjum.
Svellandi lög eru letruð
og læst í eldlegum strengjum.
Svo byrjar bann sönginn að syngja.
Hann syngur ei hátt, en með dimmum róm.