Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 18
176 Guðmundur Magnússon: uÐUNN Bóndann svimar, hann svitnar, því sál þeirra beggja’ er í voða. VIII. KONAN. Loks kemur fram á stall upp í hamrinum hátt mannlegt ferlíki, bólgið og blátt. »Þarna er nú konan þínff, klerkurinn tér. Bóndinn byrgir augun, svo óskaplegt hann sér. »Þarna er nú konan þín, komin út úr Qöllunum. Svo verða þeir allir, sem vistast með tröllunum«. Vöxturinn minnir á voðalegan drang, bryðjuleg brjóstin, breitt orðið fang. Bláar eru kinnar og bólgin eru vit. Ekkert nema skírnarkrossinn er með hörnndslit. Mikil er digurð um mitti og háls. — Tröllið með kvenrómi tekur til máls: »Lengi hef ég þráð þig, og loks ertu hér. Hjartað mitt, hjartað mitt, hjálpaðu mér. Ég er orðin ferleg, svo vel ég það veit. Sýndu mér þó enn þá, hve ást þín er heit. Tröllin hafa misþyrmt mér, teygt mig og kramið, tröllin hafa afskræmt mig, marið og lamið. Við guð minn og þig hef ég haldið mín heit. Þess vegna ekkert á enniskrossinn beit. Alt, sem ég hef liðið, ég unnið hafði til. Minn hugur viltist frá þér; — þá hrösun ég ei dyl.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.