Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 19
IÐUNN) Konan í Hvanndalabjörgum. 177
Þér unni ég þrátt fyrir alt, sem ég leið.
Að vita þig leita mín, sárast mér sveið.
Frelsaðu sál mína, fyrirgefðu mér.
Við það sefast sorgin, er sárast mig sker.
Segðu það eitt, að ég enn sé þér kær.
Við það sefast sviðinn og frið mitt hjarta fær.
Heyri ég þig segja það, ég hræðist tröllin ei,
þá mega þau þjaka mig þar til ég dey«.
Bóndinn stendur hljóður og berst við sjálfan sig:
»Ég elska þig enn þá — og enga nema þig.
Ást þín var mér eitt sinn allra meina bót.
Ég tek þig að mér enn, þótt þú afskræmd sért og ljót.
Ástar minnar vegna ég afbar hverja þraut.
Nú sleppi ég þér aldrei, fyrst aftur ég þig hlaut.
Og þótt þú sért afmynduð, þjökuð og mædd,
í hjónasæng okkar þú aftur verður grædd«.
IX.
TJÖLDIN FALLA.
Þá hjaðnar sem froða
ferlíkis-myndin,
á stallinum eftir
stendur konan.
Ung og fögur
sem aldrei forðum,
í brúðarhlæju,
bjartri, léttri.
Iðunn III,
12