Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 24
182
Gunnar Gunnarsson:
(IÐUNK
— og gjöfult — og nærgætið — vitandi alt í sak-
leysi sínu, fyrirgeíandi alt. En þannig gat að eins
hún brosað. Það var þetta bros, sem vakti elsku
hans til hennar frá því er hann sá hana fyrsta sinni.
Það bros hafði gert hana nálega að guðdómlegri
veru í hans augum, — hans, er engan annan guð-
dóm átti, dirfðist ekki að eiga neinn annan guð-
dóm, með því að hann kveið því, að rýra með því
gildi sálar sinnar. Það bros liafði liann tilbeðið af
fúsu geði. Því að það var guðdómlegt — guðdóm-
legt í sínu alskæra sakleysi, guðdómlegt í sinni fyr-
irgefandi nærgætni. En hvað hún hafði auðgað líf
hans — af því að hún var í svo eðlilegri samhljóð-
an við all gott og fagurt í lííinu; af því að hún var
sjálf góð og fögur. Og hún, sem álli þetta bros —
hvernig gat hún dáið? .... Hvernig getur mann-
leg vera, er geymir óendanleikann í sálu sinni, dáið?
— Það var óskiljanlegt — óskiljanlegt.......
Af hverju ertu að gráta, pabbi?
Ég er ekki að gráta, drengur minn.
En hvað lífið var þó miskunnarlaust.........Og
hvað hún liefði brosað fallega og hlýlega, ef hún
hefði heyrt þau orð. Brosað, svo að Ijómað hefði af
andlitinu og augun talað ástarmáli, og et til vildi,
hefði hún snortið hann þýðri hendi sinni, ofurhægt
— og um leið, án þess að mæla orð, en þó fyllilega
sannfærandi, komið honum í skilning um, að það
væri bara lokleysa, er hann hefði farið með. Og
hann mundi þegar hafa látið sér skiljast það —
skiljast, án þess að verða fyrir auðmýkingu, að sér
hefði skjátlast. — Og hann skildi það. — — Ja,
skildi hann það nú í rauninni? Skildi hann, í ljósi
endurminningarinnar um bros liennar, að liíið væri
ekki miskunnarlaust? Iiann, sem stóð þarna uppi