Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 31
IÐUNN1 Við heimkomu Klettafjallaskáldsins. 189 Hennar stærsta var því von við honum taka mega. Móðirin vissi, að svona son sómi vár að eiga. III. »Og nú er ’hann kominn hingað heiml« hljómar um brekku og runna — »til yndis og gleði öllum þeim, er hans ljóðin kunna«. Móðirin öllu tjaldar til, sem tign og hlýju gefur: með sumarblíðu og sólaryl soninn að brjósti vefur. »Vertu hérna í hópinn minn, horski, tigni gestur, Vestan-Bragi . . . velkominn vorsins æðsti prestur. Að geta nú rétl þér hlýja hönd lieiðurinn tel ég mestan, sem sterkust hefir bundið bönd bræðra austan — veslan. Eg hefi teigað ást og þrótt úr andvökunum þínum; sofðu nú eina suinar nótt sætt í faðmi mínum. Sofðu góði! . . . Svona er sæla móðurinnar . . . Eg skal ljóða í eyra þér ástir þjóðarinnar!«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.