Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 33
IÐUNN| Tvö kvæði. 191 II. Hvort drúpir enn dalur og víkin frá dögunum fornu, er sárast þér hneit að hefna og heimta að þér líkin, frá höggstokknum danska í landráðasveit? Hvort er hún ei gengin sú ganga — svo göfug en harmsamleg — fjörðurinn minn! sem gerði þín líkfylgdin langa í lpgreit til Hóla með biskupinn þinn1). En gestmildur víst muntu vera, og velkomustaður þeim farmóðu enn, og rausn yfir þjóðarbraut þvera mun þekja og nesta þar langferðamenn2 3 * *). Svo óglögt þú oft hefir talið, hvort aílagsfé þínu þú kæmir í verð, og hjá þér var hjartað það alið, sem hafð’ aldrei skilning á reikninga-gerð8). III. Þó sízt skyidi rifja upp og ræða um raunir, þú beztgengis-sveit mín, við þig, né sæmi þér kveinstafir kvæða — mér klöknar í hug, hvað þú varst fyrir mig. Og lá ei, að bernskustöð borinn, þó beygðari gangi, þar keikur ég lék, og felli í fölskvuðu sporin nú fáeina ljóðstafi, er slóð þessá rek! í litklæðum, ljósgeislum skotið, mig lokkar enn fjall upp í brekku til sin. 1) Jón biskup Arason. 2) Sbr. söguna um skálann, bygðan yíir almannaveg, með mat á 0rðum handa hverjum sem liafa vildi. 3) Svo kvað Gr. Thomsen um Skagíirðing — Brynj. Pétursson: »Hverja réð hann rún, sem vildi. En reikning hjartans aldrei skildia.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.