Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 36
194 Stephan G. Stephansson: Tvö kvæði. i ÍÐUNN um leið og í austrinu bryddi af sól, því óskasteins-gersemin líklega lá þar. — Úr leiflrinu greip hann þann bezta, er að sjá' var. — En óskasteinn sjálfur í augun ei gengur, og æskunni virðisl hann lakastur fengur. — Hann fann, hvernig streymdi nú viljinn og varminn af vonum og sigrum, um arminn og barminn, og fangfylli af þrám sínum fyrstu greip sveinninn, því lljótt skyldi reynast sá óskasteinninn. Hann bað þess fyrst, að íley hann ælti í för að sigla vítt um heim. — En skiplaus var fjörðurinn, ferjulaus höfnin, og fullsýnt um brigði á vonunum þeim. Úá æskti hann skógar í skjóllausu landi, — því skriðan var óðal hans sjálfs þar í landi — En urðin stóð bólgin og ber, eins og áður. Næst bað hann um skó, til þess sjálfum sér ráður liann gæti þó flakkað. En fékk þá ei heidur. — Úá fleygði hann steininum: »Óheillum veldur að draga svo gagnslausan grjólklepp í vögu.« — Hann grýtti ’onum burt sem lygasögu. III. Hann stóð hjá nýrri öld og æsku, í efstu sporum, seinna á tíð. — Pá ferðbúna skipið á firðinum beið lians, í fjarsýni blánaði runnur í lilíð. Hver smali gat brugðið upp ílugskóm á fætur, þó fjöll væru hnarreist og vorsvalar nætur. — Og skapraunir unglingsins skjótlega bættust, nú skildi hann fyrst, hvernig óskirnar rættust: Þær blessast að lokum sem bæn fyrir öllum! þó bregðist þeim eina, sem klifar í fjöllum. — í opinni hönd sá ’ann óskastein glóa, sem ávalt borið ’ann hafði í lófa. 1917.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.