Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 38
196 Alexander Kerensky. 1IÐUNN veiklulegur útlils, fölur á svip, nauðrakaður og nær þvi kvenlegur ásýndum. En við og við bregður fyrir leiftri úr augum hans, sem uppljómar alt andlitið. Þannig lítur hann út þessi margumtalaði Kerenskjr. Það er eitthvert mesta ævintýrið í allri mannkyns- sögunni — og eru þau þó. mörg — hversu skyndi- lega þessi verkamannaforingi gal orðið að stjórnar- höfðingja einhvers stærsta heimsveldisins, og það meira að segja með »friðsamlegri« stjórnarbyltingu. Að líkindum hefði jafnvel hinn skarpskygnasti mann- þekkjari ekki getað lesið þessa skyndilegu upphefð hans út úr neinu af æviatriðum lians, og það jafn- vel ekki daginn fyrir þá miklu uppreisnaröldu, er bar hann svo skyndilega á faldi sínum upp til hinna æðstu valda og metorða. Frekar hefði menn getað órað fyrir hinu skyndilega falli hans, eins og alt á- standið er nú á Rússlandi. Alexander Feodorovitch Kerensky1) er fædd- ur árið 1881 — og þannig að eins 36 ára að aldri — í borginni Simbirsk; var faðir lians forstöðu- maður barnaskóla þar. Fluttist liann með son sinn, meðan hann var enn á skólaaldri, til Tashkenl, höf- uðborgarinnar í Iöndum Rússa í Miðasíu, og fékk þar svipaða slöðu. Gekk sonur lians lærða veginn, og er hann liafði útskrifast, fór hann til Petrógrad og tók að stunda lög þar við háskólann. Á stúdenta- árunum fór honum eins og llestum rússneskum stú- dentum; hann varð uppnæmur fyrir ýmsum þjóðfé- lagsmálum og stjórnmálum og tók því drjúgan þátt í stjórnmálafélögum stúdenlanna, fundum þeirra og ræðuhöldum. En ástandið var þá svo á Rússlandi undir einræðis- og lögreglustjórn keisaraveldisins, að jafnheitur hugsjónamaður og Kerensky var, hlaut að lenda í Ilokki byltingagjarnra jafnaðarmanna. Því 1) Feodorovitch (o: Teodórsson) föðurnafnid, en Iícrensky ættar- nafnið.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.