Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Side 40
198 Alexander Kerensky. |IÐUNN stjórnmálaílokka í landinu — miðlunarmanna, frjáls- lynda flokksins, gjörbótamanna og jafnaðarmanna — var farsællega um garð gengin, urðu flokkar þessir að reyna að koma sér saman um að mynda bráða- birgðarstjórn. Borgara-flokkarnir svonefndu, sem skildist það ofur vel, hver.su happadrjúgan þálí jafn- aðarmenn hefðu átt í byltingunni, og töldu á hinn bóginn sjálfsagt, að allir flokkarnir tækju þátt í myndun hinnar nýju stjórnar, svo að hún gæti talist umbjóðandi allra stétta í landinu og hefði óskorað fylgi þjóðarinnar, buðu þá fulltrúum »verkamanna- og hermannaráðsins« að mynda samsteypuráðuneyti og taka sæti í hinni nýju stjórn. En þetla fulltrúaráð jafnaðarmanna neilaði að vanda öllu samneyli við horgaraflokkana og vildi ekki taka þátt í myndun sljórnarinnar, en kaus heldur að sitja hjá og sjá, liverju fram yndi, svo að það befði frjálsar hendur að finna að og taka í taumana, ef þurfa þætti. Að eins einn af fulltrúum ráðs þessa, er á rússnesku nefnist soviet, liafði hugrekki til þess að brjóta bág við skoðanir jafnaðarmanna og leggja stöðu sina sem verkamannaforingi í hætlu til þess að fylgja hinni nýju stjórn að málum, og það var — Kerensky. Þurfti til þessa mikils áræðis, því að mikið var í húfi, áhæltan feikileg og örðugleikarnir, sem hiðu hinnar nýju stjórnar, svo miklir, að naumast gat nokkur maður vænst að komast klakklaust út úr þeim, hvað þá heldur að auka með því fylgi sitt og álit. En ef nokkur einn maður hefði getað sigrað þessa örðugleika, þá er það nú þegar sýnt á reynslu undanfarandi mánaða, að Kerensky liefði verið allra manna færastur til þess. Iverensky varð fyrst dómsmálaráðherra í hinni nýju stjórn, og sem dómsmálaráðherra byltingar- manna barg hann þegar lieiðri og sæmd Rússlands með því að girða fyrir öll pólitísk morð og hlóðs-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.