Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Síða 42
200
Alexander Kerensky.
IIÐUNN
bæði andlega og líkamlega. En ekki bar á öðru, en
að honum tækist þetta, og stappaði bann svo stálinu
í herinn á ferð þessari, að liann vann stórsigra
hvern á fætur öðrum rétt á eflir.
Hvar sem Kerensky kom á ferð þessari, hvort
heldur í borgir eða bæi, í fylkingarbrjóst eða að
baki herJínunni, var honum alstaðar tekið sem
sverði og skildi, sem hinni »einu von« liins endur-
borna Rússlands. Þessi fölleiti maður með liinu
draumlynda augnaráði virtist liafa eitthvert það
töframagn til að bera, er hreif jafnt liugi karla og
kvenna. Ein einasta af þessum eldlegu ræðum bans,
full af hjartnæmum hvatningarorðum, virtist nægja
til þess að koma á bæði aga og fórnfýsi í liverri
herdeildinni á fætur annari. Og nokkrum dögum
eflir að hann var kominn heim úr ferð þessari,
unnu Rússar sigrana miklu í Galicíu, • fyrstu sigra
byltingahersins rússneska. Alt var þetta að þakka
hinum siðterðilegu áhrifum af ræðum Kerensky’s,
en varð jafnframl, eins og síðar kom í ljós, sorg-
legur vottur þess, hversu lílt treystandi slíkum
stundaráhrifum er til þess að varðveita agann í
heilum þjóðarher um lengri tíma; því að siðan hafa
Rússar, eins og kunnugt er, farið hverja hrakl'örina
á fætur annari, enda nú farið að sækja í sama horf
sljórnleysis og agaleysis.-
Sé unt að saka Kerensky um nokkuð, þá væri
það helzt það, að hann treysti of mjög á þessi sið-
ferðilegu álirif sín til þess að sigrast á öllum þeim
stjórnleysisanda og byltingar, sem verið hefir að
verki þar í landi, síðan stjórnarbyltingin hófst. Vissu-
lega voru hin persónulegu áhrif hans sjálfs svo
mikil, að hann hafði ástæðu til að trúa þessu. Má
sem dæmi þess nefna eill sannsögulegt atvik úr
þessari ferð hans.
Einhverju sinni, er Kerensky var staddur í fylk-