Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 44
202 Alexander Kerensky. í IÐUNN mega berjast til þess að geta rekið af sér slvðru- orðið. Þelta er ágætt dæmi hinna siðferðilegu áhrifa, er einn maður getur haft á aðra. En jafnvel eldmóði Kerensky’s var það ofvaxið að blása þeim anda í herdeildir Rússa, er dygði. Ekki hafði hann fyr snúið við þeim bakinu, en ólal raddir í öfuga átt tóku að láta til sín heyra. Og árangurinn af því varð sá, að hinir glæsilegu sigrar, sem Rússar höfðu unnið í Galicíu fyrri liluta júlímánaðar, voru orðnir að fullkomnum ósigri í lok þess sama mánaðar. Þá sá Iverensky, ef til vill heldur um seinan, eftir að liðhlaup í stórum stíl tóku að gerast deginum tíðari, að ekki tjáði að treysta þessum siðferðilegu áhrifum einum saman. Og loks lýsti hann yfir því, að hann ætlaði sér að beita hverju því ráði, og þar á meðal líflátshegningu, til þess bæði að bjarga Rússlandi úr gini stjórnleysisins og firra það gagnbyltingu. En það er hægar sagt en gerl að hemja örmagna þjóð undir vopnum. Gagn- byltingin er komin, Kerensky steypl, að minsta kosti um stund, og alt logar nú í uppreisn og blóðugu borgarastríði. Pétursborg er sögð í ljósum loga, og öllu símasambandi slitið við umbeiminn. Vér hljót- um því að bíða átekta og sjá, hvað setur. En altaf er óhugur manns að magnast við þessari hryllilegu stjrrjöld, og manni deltur helzt í hug, að heimurinn sé að nálgast einhverskonar Ragnarökkur eða — að þetta séu fæðingarhriðir varanlegs friðar. Staka. Stóðu’ öll vopn á verjum manns, vóðu’ að svipir fornir; glóðum elds að höfði lians lilóðu refsinornir. Árni Óla.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.