Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Síða 46
204
Ágúst II. Bjarnason:
| IÐUNN
því ekki getað orðið lil fyrri en hin lífrænu efna-
sambönd urðu lil. Því er það svo salt, sem hinn
frægi grasafræðingur Niigeli sagði um sjálfkveikju
lifsins í kringum 1870: »Ef allir hlutir standa í eðli-
legu orsakasambandi hver við annan í hinum líkam-
lega heimi og alt hefir sinn eðlilega gang, þá hljóla
hinir lifandi líkamir, sem bæði draga næringu sína
úr og leysast að síðustu sjálfir upp í ólífrænu efnin,
að vera í fyrslu orðnir til úr ólífrænum efnasam-
böndum. Að neita því, að slík sjálfkveikja lífsins
geti ált sér stað, er að halda kraftaverkinu fram«.
Ef vér því viljum skýra fyrir oss uppruna lifsins
á eðlilegan hátt, hljólum vér að hugsa oss, að það
sé orðið til einhverntíma og einhversstaðar úr ólíf-
rænum og lífrænum efnasamböndum. Og eigi menn
bágt með að skilja, að það sé orðið til hér á jörðu,
verða menn fyrst að hugleiða möguleikana um það,
hvort og á hvern hátt það þá muni liafa getað borist
hingað til jarðar.
Sumir, eins og t. d. hinir frægu eðlisfræðingar,
L'jóðverjinn von Helmholtz og Englendingurinn
Lord Kelvin, hugsuðu sér, að Hfsfrjóin hefðu gelað
borist hingað til jarðar i glufum loflsteina og víga-
hnatta, sem eru leifar af gömlum, sundruðum jarð-
sljörnum. Þannig komst Lord Iíelvin svo að orði í
ræðu sinni í British Association í Edinborg árið
1871:
wÞegar tveir hnettir rekast á i himingeimnuni, má
ganga að því visu, að mikill hluti hvors um sig
bráðni; en það virðist líka mega ganga að því vísu,
að mikil brol úr þeim þeytist oft og einatt í allar
áttir, og að þau hafi þá ekki beðið stærra tjón við
þetta en t. d. einstakir hamrar í jarðskjálftum eða
hrot úr klöppum, sem sprengdar liafa verið sundur
með púðri. En af þessu leiðir, svo og af hinu, að
vér getum áreiðanlega trúað því, að til hafi verið