Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Qupperneq 50
208
Ágúst H. Bjarnason:
| IÐUNN
guli feber, hundaæðið, munn- og ldaufasýki naut-
gripa og fleiri sjúkdómar á jurtum og dýrum sóll-
kveikju-sjúkdómar, þótt enn hafi ekki tekist að íinna
sóttkveikjurnar, að líkindum vegna þess, hversu litlar
þær séu og því ekki sjáanlegar í smásjám. Nú hefir
þó tekist að finna margar af þessum ósýnilegu smá-
verum í úllra-smásjánni, og þar á meðal að öllum
líkindum sóltkveikju klaufasýkinnar. Það er því
mjög líklegt, að til séu svo smá lífsfrjó, að geisla-
þrýstingur sólar geti borið þau um geiminn, þannig
að þau geti kveikt líf á jarðstjörnum, sem geta boðið
þeim hæfileg þróunarskilyrði. Við skulum nú reyna
að gera okkur reikningslega grein lyrir, hvernig slílc-
um lífsfrjóum mundi farnast, er fyrir geislaþrýsting
sólarinnar bærust frá jörð vorri út í geiminn. Slikt
lífsfrjó myndi fyrst fara yfir farhraut Marzstjörn-
unnar, því næst yfir farbrautir smástirnanna og
hinna fjarlægari reikistjarna, og er það loks færi
fram lijá yztu reikisljörnunni, Neptúnusi, mundi það
halda áfram út um ómælisgeiminn til annara sól-
kerfa. Nú er ekki eríitt að reikna út tímann. sem
fljótustu smálíkamirnir mundu þurfa til þessarar
ferðar. Segi menn, að eðlisþyngd þeirra sé sama og
eðlisþyngd vatnsins, en það mun láta mjög nærri,
þá ná þeir Marzbrautinni eftir 20 dægur, Júpiter-
brautinni eflir 80 dægur og Neptúnsbrautinni eftir
14 mánuði. En til næsta sólkeríisins, Alpha Cen-
tauri, mundu þeir ekki komasl fyrri en eftir 9000 ár.
Nú eru tímar þeir, sem lífsfrjóin þyrftu til þess að
ná til hinna mismunandi jarðstjarna í sólkerfi voru
ekki svo langir, að þau gætu ekki haldið frjómagni
sínu. Miklu minni líkur eru aftur til þess, að þau
gætu haldið frjómagni sínu um þær þúsundir ára,
sem þau þyrftu til þess að komast frá einu sólkerf-
inu til annars. En eins og sýnt skal síðar, hefir
hinn mikli kuldi (eitlhvað um h- 220° C), sem ríkir