Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 73
IÐUNN] Stolin krækiber. 231 V. Gamanvisur. Eftir óncfnda konu. Eg hefi beðið uppdubbuð allan þenna vetur og beðið þess, að góður guð gæfi mér hann Pétur. Svo fékk hún Pétur; en ári síðar yrkir hún af rælni: Pað er ei lygi, það ég sver, — þótt ég eigi Pétur — það veit góður guð, að mér geðjaðist annar betur. VI. Hálfkæringur. Um stúlku: Pað er í einu orði sagt og að fullu sannað, að þér er flest til lista lagt — lygin jafnt og annað! Um gifta konu: Heimting áttu hefðarfrú, að hrein þér séu skil gerð, þú ert alt, sem æskir þú, ekkert nema — tilgerð! VII. Ofraun. Oft er mínum unga strák ofraun þar af sprottin, að í mér tefla altaf skák andskotinn og drottinn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.