Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 9
IÐUNNl Um persónulegar trj'ggingar. 247 því vísu, að hver heiðarlega hugsandi maður vilji leggja eins mildð að sér og hann telur sér frekast fært til þess að geta staðisl þau áföll, sem annars myndu gera hann efnalega ósjálfbjarga. það sem þá verður næst, er að gera sér grein fyrir, hver þau ósjálfráðu, persónulegu áföll eru, sem lama efnahag manna að miklu eða öllu leyti. Eg hefi drepið á þau áður og skal nefna þau aftur. Þau eru þessi: 1. EIIi. 2. Sjúkdómar. 3. Öryrkjaháttur. Má þar bæta við 4. Framfæri barna, sem eru í ómegð við dauða framfæranda. Áður en ég vík að hverjum einstökum af þessum áfallaliðum, verð ég að gera grein fyrir einu veru- legu atriði, sem sé því, að hér dugir ekki minna, en að trj'ggingin nái til allra þessara áfallaliða. Hér er um nýmæli að ræða, sem mér er ekki kunnugt um, að áður hafi komið fram. En nauðsyn á þessu liggur i augum uppi. Maður sem borgar tryggingargjald þarf að vita, að hann sé verulega bættari á eftir, með trygðari afkomu en áður var, hann þarf þess með að stjrra undan — ekki einu heldur öllurn per- sónulegum áföllum, því að sé áfallið að eins eitt, sem hann losar sig við, er hættan opin eftir sem áður og það stendur honum á minslu, hvað það áfall heitir, sem vinnur slig á honum. Menn myndu einnig áreiðanlega standa sig betur við að borga miklu hærra gjald og vera trygðir að fullu, heldur en lægra og vera ekki trygðir nema að litlu leyti, og myndu líka vera fúsari til þess. Auk þess finst mér það hrapallega ranglátt að koma á fót tryggingu fyrir elli og sjúkdómum, en sleppa örj'rkjamönnum, því að þótt öryrkjaáföllin vafalaust séu sjaldgæfust, finst mér þau þó vera hrapallegust af þeim sem ég þekki, og enganveginn vildi ég láta þau vera utan við tryggingarnar. Enn er þess að gæta, að með því að láta tryggingarnar ná skemra en hér er gerl ráð

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.