Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 43
IÐUNNI Siðustu fregnir af Vilhj. Slefánssyni. 281 Seinna hygst Vilhj. Stefánsson líka að byrja á moskus- uxa rækt í stórum stíl, og eru horfurnar fyrir henni taldar því nær jafn-góðar og fyrir hreindýrarækt- inni. í þessu sambandi er þess líka gelið, að stjórnar- deild landbúnaðarmála ætli að láta rannsaka skil- yrðin fyrir hreindýrarækt i Alaska og kynbótum þeirra. Síðan 1892, að stjórnin lét flytja inn 143 hreindýr, eru hreindýrin þar orðin á að gislta 150,000 fyrir utan þau 100,000, sem íbúarnir hafa lagt að velli sér til viðurværis, klæða og skæða. »En þótt árangurinn sé svo glæsilegur«, segir í skýrslu stjórn- arinnar, »þá eru góðar horfur á að geta bætt atvinnu- grein þessa stórum og sjá með því ekki einungis Alaska, heldur og öðrum hlutum Bandarikjanna fyrir góðu og ódýru kjöti«. Mikill hluti Suður-Alaska og stór landflæmi þar norður af eru ágætlega vel fallin til þessa. Eflir lauslegum úlreikningi mætti framíleyta inörgum milljónum hreindýra á þessu land- flæmi. En það sem stjórnarvöldin láta sér fyrst og fremst umhugað um er að koma upp nýjum og góðum stofni. Skyldi þetla nú ekki eiga neitt erindi til vor ís- lendinga hér? Eða ætli áfreðarnir á vetrum girði al- veg tyrir að hafa hér hreindýra og moskusuxa-rækt? Það mætti gera tilraun með þetta, og Vilhjálmur mundi vis lil að vilja hjálpa okkur til þessa. En sjálfur gerist hann nú landnámsmaður norður þar á Baffinslandi og megum við íslendingar óska honum til hamingju með þetta stórfelda fyrirtæki. Á. H. B.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.