Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 56
[IÐUNN'
Trú og sannanir.
í síðasla hefti »Iðunnar« lj'sti ég nokkrutn af hin-
um »líkamlegu fyrirbrigðum« og drap jafnframt á,
að rannsóknarmenn erlendis væru farnir að hafa
meiri og minni óbeil á þeim, sakir svika þeirra, er
hinir svonefndu atvinnumiðlar hefðu svo títt í frammi.
Jafnframt gat ég þó þess, að ýms kynleg líkamleg
fyrirbrigði gætu gerst án nokkurra pretta af miðilsins
hálfu; en fyrirbrigði þessi væru enn svo lítt-skilin at
því, að mönnum hefði ekki tekist að finna orsakir
þeirra. Átti ég þar við »lyftingar« og »hreyfingar«
þungra hluta í námunda við suml fólk, sem alls
ekki verður grunað um græsku. Hefir slíkt borið oft
við hér sem annarsstaðar og einum tvívegis, það ég
veil til, á síðari árum að mörgum ásjáandi kring um
alsaklausar sveitastúlkur, sem enga hugmynd virtust
hafa um andatrú eða þvl., þótt aðrir, sem þóttust
betur »uppfræddir«, skýrðu þetta á andatrúarvísu. En
sannast að segja skilja menn þetta ekki. Læknar og
lífeðlisfræðingar, sem æltu að kunna einna bezt skil
á þessum fyrirbrigðum, segja, að þau gerist helzt
kringum móðursjúkt fólk. Sálarlif þess sé meira og
minna sundrað; sálaröfl þess einbeiti sér ekki lengur
að neinu ákveðnu marki, heldur geri þau eins og að
dreifast sitt á hvað og valdi þá rneðal annars lyft-
ingum þeim og hræringum þungra hluta, er komi
fyrir í kring um það. Ég sel ekki þessa tilgátu dýr-
ara en ég keypti. En lleiri en einn þeirra manna,
sem hafa rannsakað þetta nákvæmast, halda því
fram, að til sé einskonar sálarorka /psychic force),
er jafnaðarlegast búi með manninum, en geti þó farið