Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 65
ÍOUNN] Trú og sannanir. 30T- sannfærður um, að þetta væri G. P. og enginn annar, að hann snerist til andatrúar. Um »George Pelham« þenna kemst frú Sidgwick svo að orði (Proc. XXVIII, bls. 81): — »Alt virðist því standa eða falla með þessu. G. P. er hin eina veru- lega trygging vor fyrir því, að miðlum sé sljórnað af óháðum öndum. Ef sannleiksgildi hans eigin persónu eða »anda« [reirra, sem hann ábyrgist, fellur um sjálft sig, þá höfum við enga skapaða átyllu fyrir þeirri tilgátu, að þessir »stjórnendur« (controls) séu annað en partar af meðvitund frú Piper sjálfrar, er klofnað hafa frá, og stæla nú eða trúa því jafnvel sjálfir, að þeir séu óháðir andar«. Þótt nú frú Sidgwick kveði hér svo rikt að orði, gerir hún mér vitanlega enga frekari gangskör að því að fá að vita hið sanna um »Pelham« þenna. Pað er rétt nýlega, að hið sanna virðist hafa komist upp um hann. G. P. hét í lifanda lífi George Pellew. Ekki alls fyrir löngu reit einn frændi hans enskum manni, Mr. Clodd, bréf og sagði honum, að ef hann nenti að spyrja fjölskyldu G. P. spjörunum úr, mundi hann komast að raun um, að trændur hans teldu mann- gerving frú Piper á honum fyrir neðan allar hellur (vbeneath contempte). Mr. Clodd reit þessvegna pró- fessor Pellew, bróður G. P., og komst að raun um, að þetta var satt. í 15 ár hafði frændlið hans verið ásótt af skýrslum Sálarrannsóknarfélaganna og skorað á það að staðfesta þær og ganga í félögin; en frændur G. P. svöruðu ekki öðru en því, að þeir þektu Georg, og að þeir gætu ekki trúað þvi, að hann, þegar hann nú væri losnaður af holdsins klafa, færi með slíkt »ódæma bull og markleysu« (utter drivel and inanity). Að því er snertir »trúnaðarvini« G. P., hafi einn þeirra verið próf. Fiske. Uin hann hali Hodgson komist svo að orði, að hann hafi verið »algerlega

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.