Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Blaðsíða 73
IÐUNNI
Ritsjá.
311
Meðan þessum verjum veld,
verður harður skallinn;
aldrei sorgin — að ég held —
yfirbugar karlinn.
En ef sljófgar blátra hjör
heilsa veil og elli,
min er skift um skapa kjör,
og skjótt ég hnig að velli.
Jósep Jönsson
Melum i Hrúlaprði.
Ritsj á.
Johann Wolfgang Gocthc: Faust, I. Bjarni Jónsson frá
Vogi íslenzkaði. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, Rvk. 1920.
Merkilegt er það um oss Islendinga, jafn-fámenn þjóð og
vér erum, hversu mörg af höfuðskáldritum heimsbókment
anna hafa þegar verið þýdd á íslenzka tungu: Hómers-
kviðurnar, Paradisarmissir, Hamlet og Lear konungur,
Friðþjófssaga, Manfreð, Brandur og Pctur Gautur — ognú
bætist Faust við i hópinn.
En það er eins og menn kunni ekki að meta þetta; og
er það þó á við margan húslcstur og gæti orðið mönnum
að hinu bezta veganesti i lifinu, ef þeir nentu að lesa rit
þessi ofan í kjölinn og gera lífsspeki þeirra að eiginlegri
eign sinni.
Eg ætla raér nú ekki þá dul eflir fljótan yfirlestur að
leggja nokkurn fullnaðardóm á þessa Faust þýðingu Bjarna
Jónssonar frá Vogi. En þó get ég þegar sagt það sem mér
finst, — þýðingin er þrekvirki. Hún er yfirleitt nákvæm,
þýtt víða orði til orðs og línu fyrir línu, Og hún er yfir-