Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 79
JÐUNNl Ritsjá. 317 256). Snorri var þó goðorðsmaður og af goðum kominn. Goðnrnir voru í rauninni násamtengdir hinni fornu trú. Myndi ekki í niðjum þeirra, hinum kristnu goðorðsmönn- um, hafa varðveizt endurminning með nokkurri hlýju um hin fornu »bönd«? Að þessu víkur höf. nokkuð (hls. 127). Blóðið mun vart hafa þynnzt svo, að horfin hafi verið á tveim öldtim eða tæplega það. Það mætti virðast svo sem Snorri væri ekki til hlitar hlutlaus í goðafræði sinni gagn- vart hinni fornu trú. Það er ckki laust við, að svo virðist sem frá honum andi ylur í þá átt. Það er ótrúleat, að Snorri myndi hafa lent i llokki með Gizuri hvita og Hjalta Skeggjasyni, ef þá hefði verið uppi. t)g það er vafasamt, að hann hefði lent í hlutleysisfiokki þeirrar tíðar, flokki þeirra tnanna, sem trúðu á mátt sinn og megin. En hlut- leysi Snorra í frásögnutn sinum af Noregskonungum er ekki erfitt að skýra. F’eir stóðu honum 'jarri að öfiu leyti, Hann hafði einkis að gæta gagnvart þeim. Sannleikurinn og listin voru honum þar eitt lögmal. Höf. lýkur bók sinni með því að rekja þráðinn i sögu íslendinga frá því, að Norðmenn stukku úr landi sínu til íslands, til þess er landið gekk undir konung. Höf. sýnir hér í siðasta þættinum nieð miktlli snild, hversu sjálfur harðstjórinn, konungur hinnar stærri, en ntiður mentu þjoðar, leitar sér svölunar á deyjanda degi í andlegum tjársjóðum hinnar hamentuðu smaþjóðar, sem hann Itafði sjáltur undirokað. Höf. minnist þá heppilega orða Skalla- Giíms: Nú er hersis hefnd við hilmi efnd og heldu- Hkingunni afram: »tslenzka þjóðin .... hefndi af attði liknsetndar sinnar — eins og andinn ávalt hefnirw. Hefnd hinnar tslenzku þjóðar var sigur andans, sigur með þeint hætti, sem Horazius skáld lýsir: Græcia capta ferum viclorem cepit. Petta felst í hinum siðustu orðum höf., þótt hann láti það óritað. Þessi bók um Snorra er hugsuð af mikilli snild og rituð miög a þá leið, að menn hljóla að vakna til íhugunar við lesturinn. Ekki skulu menn þó halda, að bókin sé þung- skilin; því fer fjarri. Höf. fer svo vel og skemtilega með

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.