Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 81
IÖUNN1
Ritsjá.
319
að geta höndlaö það eða bundið á einhvern hátt og haft
til áburðar. Væri það verkefni fyrir efnafræðinga að leysa.
Auk pess var hveraloftið í hveruin þessum geislamagnað
af radium-áhrifum, en geislamagnið (radioaktivilet) var
minna en í ýmsum hverum er höf, helir áður rannsakað.
Hér er eigi rúm til að rekja frekar efni greinarinnar, sem
er mjög íróðleg, væri æskilegt að höf. gælist tækifæri til
að rannsaka á sama liátt sem flesta hveri og laugar hér á
landi. Myndu þær rannsóknir geta aukið skilning manna á
eðli og uppruna jarðhitans, er vermir laugar landsins okkar,
og myndu ef til vill eitthvað greiða úr gálunni um orsakir
jarðeldanna, er mennirnir hafa verið að glima við að minsta
kosti frá þeim tíma, að eldslólpinn og gasmökkurinn úr
Sínaífjalli varð ísraelsmönnum til leiðbeiningar á ilóttanum
úr Egyftalandi. Guðm. G. Bárðarson.
Gisli Sveinsson: Kötlugosið 1918 og afleiðingar
þess. (59 t>ls. Rvík. 1919).
Það gladdi mig, þegar ég fékk skýrslu þessa um Kötlu-
gosið síðasta. Eg kveið því, að enginn af sjónarvottum
myndu verða til að rita nákvæma lýsingu á gosinu til
gagns og fróðleiks seinni tima mönnum. Eldgosin eru svo
al'drifamiklir atburðir fyrir land vort og þjóð, að miklu
skiftir, að öllu er að þeim lýtur sé safnaö saman og skráð
svo það gleymist eigi. Skýrsla Gísla sýslumanns sýnir, að
hann hefir eigi legið á liði sínu í þessu efni frekar en
ýmsir merkir frændur hans i fyrri daga; og hann heflr
fengið til liðs við sig ýmsa alhugula alþýðumenn i sýsl-
unni; ber það vott um, að hin gamla fróðleiksrækt lifir enn
út um sveitirnar. Síðar hefl ég lesið ýmsar fróðlegar athug-
anir um gosið eftir Samúel Eggertsson kennara i Reykja-
vík og Guðgeir Jóhannsson kennara i Vik og fleiri, svo
betur heíir farið en áhorfðist með skjalfestingu atburðs
þessa, þó margl kunni eðlilega að hafa skafist undan, sem
jarðfræðislega þýðingu kynni að hafa haft.
Fyrsti hlutinn af skýrslu Gisla sýslumanns er i dagbókar-
formi; er þar lýst gosinu daglega t'rá þvi það byrðjaði 12.
okt, þangað til það endaði 4. nóv.; er kafli þessi mjög fróð-
legur, því þar er gosinu lýst og usla þeim sem af því staf-
aði bæði að vestan (i Vik i Mýrdal) og austan (i Alftaveri,