Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 6
96 ísland fullvalda ríki“. IÐUNN honum þættu íslendingar ekki mega án vera. Og á Þing- vallafundinum hefur ekki verið gott tækifæri til að fara neitt ítarlega út í það, enda hefur honum líklega komið á óvart hvað fundarmenn voru alt í einu orðnir fjar- lægir honum og óráðþægnir. Og það fór svo, að þrátt fyrir mótspyrnu hans samþykkti mikill meiri hluti fundar- manna tillögu á þá leið, að landsmenn skyldu standa í því einu sambandi við Danaveldi, að þeir lytu hinum sama konungi. Alyktað var að senda menn á konungs- fund til þess að flytja málið við hann. — Þegar Jón Sigurðsson kom til Reykjavíkur af fundinum, er mælt að ]ón Hjaltalín landlæknir hafi sagt við hann: »Þú ert búinn að vekja upp draug sem þú getur ekki kveðið niður aftur*. Þetta gat til sanns vegar færzt, í bili, en ekki varð það lengi orð að sönnu. Svo gersamlega tókst ]óni Sigurðssyni að fá þingmenn á sitt band þá um sumarið, að ekki var einungis hætt við sendiförina til konungs, heldur gætti ályktunar Þingvallafundarins ekk- ert í ályktun alþingis í stjórnarmálinu þetta sama sumar. Svo mikils er vert að til sé maður sem getur lekið í taumana, þegar á liggur. Þegar komið var að því, 33—34 árum síðar en þetta gerðist, að farið yrði að semja við Dani um sambands- málið, létu sex blaðstjórar (Nýi Sáttmáli bls. 137—140) út frá sér ganga ávarp til þjóðarinnar og brýndu fyrir henni að fylkja sér nú undir merki ]óns Sigurðssonar. Einn ávarpsmanna tók fram í blaði sínu, að það væri barnaskapur að hugsa að bláfátæk þjóð, einar 80 þús- undir manna, gæti komizt af án sambands við aðra þjóð og að þannig hugsaði fráleitt nokkur maður. En enginn skyldi fullyrða neitt um það hvað þessi bláfátæka þjóð á til í fórum sínum eða á ekki. Misseri síðar sneru þessir sex menn við blaðinu og tóku upp merki Þingvallafund-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.