Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 37
IÐUNN Hvalveiðar í Suðurhöfum. 127 800 sálir, og þessi sjóorusta er enn þann dag í dag aðalumræðuefnið. Menn segja að eftir 2—3 hundruð ár muni hún enn verða aðalumræðuefnið, svo hægfara er þar alt og tilbreytingasnautt. Svo er haldið beint suður í íshaf. Ekki líður á löngu áður en fyrsti ísjakinn heilsar skipinu og svo gerast þeir æ nærgöngulli. Stormar og illviðri eru í lofti, þó að komið sé fram á sumar. Og á sjálfum jólunum komust þeir í höfn.1) Aðalbækistöð skipanna er einkennileg eyja, sem heitir Deception island eða Vonbrigðaeyjan á íslenzku. Hún er með þeim undarlega hætti mynduð, að stóreflis eld- fjall hefir þar sigið í sjó með gíg og öllu saman. Hafið hefir brotist inn um gígsbarminn á einum stað og er þar nú innsigling, en annars girðir gígsbarmurinn alt í kring, svo að þar inni er hlé fyrir öllum veðrum. Höfnin er sem sé ekkert annað en gígurinn, sem er fullur af sjó. Væri óskandi að fjallið fyndi ekki upp á því að fara að gjósa eftir gamalli venju meðan skipin liggja þarna, því að þá þætti líklega einhverjum hlýna nóg þótt suður í íshafi sé. Strax þegar skipið hefir varpað akkerum og búið er að tjóðra það vandlega með strengjum í allar áttir, er tekið til óspiltra mála, og breytist skipið þá á svipstundu í stóreflis bræðsluverksmiðju. Hvalbátarnir koma svo með veiðina að hliðinni á móðurskipinu og þar er hvölunum komið fyrir. Hópur manna tekur þegar að fletta spikinu af með löngum Ijáum, en jafnóðum og spikflísin er þannig losuð, er krækt í hana járnkrókum og hún dregin 1) Eins og alkunnugt er, eru árstíðir á suðurhveli jarðar mót- settar því sem hér er: vetur þegar hér er sumar og vor þegar hér er haust.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.