Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 72
162 Þjóðmálastefnur. IÐUNN gerð var um samband landanna, var verkefni þeirra í raun réttri lokið. Heimastjórnarflokkurinn tók örlögum sínum með skilningi og víðsýni. Liðsmenn hans tóku sér stöðu í hinum nýju flokkum, sem risu á rústum eldri flokkaskipunar. Sjálfstæðismenn voru tregari að hlíta dómsorði tímans. Mun hvorttveggja hafa valdið, að sum- um þeirra manna þætti nauðsyn til bera, að halda sér- vörð um lagalega hlið fengins sjálfstæðis og að öðrum hefir þótt nafn flokksins og saga vel mega varpa ljóma yfir þá sjálfa og veita þeim styrkari stjórnmálaaðstöðu. Þannig hefir flokkur þessi verið lengi í fjörbrotum, sem flestir landsmenn myndu kjósa að nú væri lokið. A rústum þessara eldri flokka eru risnir þrír flokkar f landinu: íhaldsflokkurinn, flokkur Jafnaðarmanna og Framsóknarflokkurinn. Þessir flokkar hafa í umræðum verið auðkendir eftir þeim ráðum, sem hver þeirra fyrir sig vill hlíta um eignarrétt, atvinnuskipulag og viðskifti manna á milli, og nefndir samkepnismenn, sameignar- menn og samvinnumenn. Skal nú hver flokkur um sig skilgreindur lítið eitt. Flokkur samkepnismanna, Ihaldsflokkurinn, er yfirleitt skipaður mönnum, sem líta svo á, að >óheft einstakl- ingsframtak* og »frjáls samkepni* verði drjúgast til al- mennra framfara. Þeir telja, sem rétt er, að samkepnin hafi leitt mannkynið til mjög hárra marka í ýmsum greinum og þeir telja, að í mannlífinu hljóti að ráða sömu lög og í hinni óheftu og óþjálfuðu náttúru, þar sem lífsverurnar heyja stöðuga baráttu um aðstöðu og lífsviðurværi. Mennirnir séu, eins og aðrar lífsverur, mis- jafnir að orku og hæfileikum og að þessháttar mismunur hljóti að skapa þeim tilsvarandi yfirburði og réttindi til þess að neyta hæfileika sinna að fullu. Sumir þessara manna telja, að hin háu mörk séu ávöxtur þeirra fórna,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.