Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 72
162 Þjóðmálastefnur. IÐUNN gerð var um samband landanna, var verkefni þeirra í raun réttri lokið. Heimastjórnarflokkurinn tók örlögum sínum með skilningi og víðsýni. Liðsmenn hans tóku sér stöðu í hinum nýju flokkum, sem risu á rústum eldri flokkaskipunar. Sjálfstæðismenn voru tregari að hlíta dómsorði tímans. Mun hvorttveggja hafa valdið, að sum- um þeirra manna þætti nauðsyn til bera, að halda sér- vörð um lagalega hlið fengins sjálfstæðis og að öðrum hefir þótt nafn flokksins og saga vel mega varpa ljóma yfir þá sjálfa og veita þeim styrkari stjórnmálaaðstöðu. Þannig hefir flokkur þessi verið lengi í fjörbrotum, sem flestir landsmenn myndu kjósa að nú væri lokið. A rústum þessara eldri flokka eru risnir þrír flokkar f landinu: íhaldsflokkurinn, flokkur Jafnaðarmanna og Framsóknarflokkurinn. Þessir flokkar hafa í umræðum verið auðkendir eftir þeim ráðum, sem hver þeirra fyrir sig vill hlíta um eignarrétt, atvinnuskipulag og viðskifti manna á milli, og nefndir samkepnismenn, sameignar- menn og samvinnumenn. Skal nú hver flokkur um sig skilgreindur lítið eitt. Flokkur samkepnismanna, Ihaldsflokkurinn, er yfirleitt skipaður mönnum, sem líta svo á, að >óheft einstakl- ingsframtak* og »frjáls samkepni* verði drjúgast til al- mennra framfara. Þeir telja, sem rétt er, að samkepnin hafi leitt mannkynið til mjög hárra marka í ýmsum greinum og þeir telja, að í mannlífinu hljóti að ráða sömu lög og í hinni óheftu og óþjálfuðu náttúru, þar sem lífsverurnar heyja stöðuga baráttu um aðstöðu og lífsviðurværi. Mennirnir séu, eins og aðrar lífsverur, mis- jafnir að orku og hæfileikum og að þessháttar mismunur hljóti að skapa þeim tilsvarandi yfirburði og réttindi til þess að neyta hæfileika sinna að fullu. Sumir þessara manna telja, að hin háu mörk séu ávöxtur þeirra fórna,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.