Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 75
IÐUNN Þjóðmálastefnur. 165- horfið niður í óskapnað mannspillingarinnar og orðið fótaskinn fépúka og þjóðfélagslegra illræðismanna. Flokk þennan fylla öreigar landsins eða þeir menn, sem engin eiga framleiðslutækin, en nærast af launum fyrir vinnu sína. Sömuleiðis skipa sér undir þetta merki nokkrir af embættismönnum og yngri mentamönnum landsins. Kröfurnar eru þær, að einstaklingarnir verði sviftir umráðum yfir auðlindum, veltufé og atvinnurekstri þjóðlandanna, en að almenningur taki hvorttveggja í sínar eigin hendur gegnum löggjöf og stjórn. Þeir telja, að samkvæmt eðlilegum lögum eigi auðlindir jarðar að vera sameiginleg eign allra manna og jafnframt hag- nýttar á sameiginlegan hátt með heill og velfarnað al- mennings fyrir augum. í stað einstaklingsframtaks og skipulagslausrar samkepni eigi að koma sameign og þjóðnýting atvinnureksturs og viðskifta eftir því, sem framast verður við komið. Þessir menn eru sammála um yzta takmark, en inn- byrðis ósamþykkir um leiðir að markinu, eftir því sem þeir eru skapi farnir og eftir því sem aðstöðu þeirra er háttað. Sumir kjósa að nálgast markið eftir þjóðræðis- leiðinni og vinna meiri hluta atkvæða á löggjafarþing- um. Oðrum þykir sú leið seinfarin og vilja umbylta nú verandi þjóðfélags- og atvinnuskipulagi með snöggum hætti, ef ekki á skaplegan hátt, þá með ofbeldi, eins og rússnesku byltingamennirnir gerðu. Þessi stefnuinunur hefir greint jafnaðarmenn í meira og minna ósamþykkar sveitir hvarvetna um heim. Mun hans og gæta einnig hér á landi, þó að færri kunni að vera hinir örgeðja menn en andstæðingar jafnaðarmanna vilja láta mönnum skiljast. Þriðji flokkurinn, samvinnumenn eða Framsóknar- flokksmenn, telur, að með átökum áðurnefndra flokka

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.