Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 77
IIÐUNN Þjóðmálastefnur. 167 frjálsum vilja, setja sér viðskifta- og skipulagsreglur, bygðar á réttlæti og bróðerni. Ætlunarverk skipulagsins er þríþætt: Að koma til leiðar almennri velmegun, rétt- látum skiftum og borgaralegum þroska. Segja má, að það sem jafnaðarmenn hyggjast að vinna með lagasetn- ingu og ríkjaskipulagi ofan frá, hyggjast samvinnumenn að koma til leiðar neðan frá með félagsbyggingu frá . grunni í skjóli ríkisverndar og borgaralegra laga. Frá iþjóðfélagslegu sjónarmiði á skipulagið að vinna tvent: Það á að styðja almenna velmegun og siðmennileg skifti •og það á jafnframt að ala borgarana upp, til þess að hlíta slíku skipulagi og til þess að búa saman á jörð- unni eins og siðaðir menn. Skipulag samvinnumanna hefir, eins og kunnugt er, náð mikilli rótfestu víða um heim og einnig hér á landi. Því hefir að þessu verið beitt mestmegnis á sviði verzl- unarviðskiftanna, en hefir, einkum á síðustu árum, einnig þokast inn á framleiðslusviðið. Fylkingu samvinnumanna hér á landi skipa einkum bændur og smáframleiðendur, svo og ýmsir mentamenn, einkum kennarar. Aðstaða bænda í atvinnufylkingum landsins styður skoðun og hófsemisstefnu samvinnunnar. Þeir eru flestir einyrkjar en bjargálnamenn. Um leið eru þeir sínir eigin hús- bændur og eigin verkamenn. Þeir standa því miðja vega milli þeirra kappsfulln flokka, sem þekkja enga miðlun, en toga af alefli hvor til sinnar handar. — Þróun sam- vinnustefnunnar meðal bænda verpur skýru ljósi yfir þá staðreynd, að flokkaskiftingin er í raun og veru tvens- konar: í fyrsta lagi skipast menn í flokka eftir innræti og lífsskoðunum. I öðru lagi eftir atvinnu og lífskjörum. Þó grípur þetta hvað inn í annað, því að lífskjörin móta mennina og hafa áhrif á skapgerð þeirra og lífsskoðun.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.