Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 11

Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 11
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin nýja. 67 vorið kemur. Ef til vill reyna menn að hrista þessi álirif af sér og berjast gegn þeim, en þeim veitist flest- um erfitt að spyrna á móti broddunum. Þegar það er vakið, sem bezt er í hjarta þeirra, þá er ekki auðvelt að svæfa það aftur. Þeir lifa sannleikann, sem aldrei verður lýst til hlítar, og gjörast nýir og hetri menn. Oxfordhreyfingin leggur megináherzlu á fjórar sið- gæðishugsjónir, sem menn eiga að keppa að. Þær eru: Fullkomin einlægni, fullkominn hreinleiki, fullkomin óeigingirni, fullkominn kærleiki. Felast þær allar í hoðskap Krists og eins og renna þar saman í eitt: „Ver- ið fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum er full- kominn“. Þetta eru að vísu eilifðarhugsjónir, en manns- æfin hér á jörðu verður þó að vera spor í áttina. Án þess getur ekki verið um kristindóm að ræða. Sá er engu bættari, sem seg'ir: „Herra, berra“, ef hann sýnir ekki í lífi sínu neina viðleitni á þvi að gjöra vilja föður síns á himnum. Stefnan heldur því fram af svipuð- um krafti og höfundur Jakobshréfsins, að menn eigi að sýna trú sína í verkinu: „Verðið gjörendur orðs- ins og eig'i aðeins heyrendur, svíkjandi sjálfa yður. Því að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjör- andi, þá er hann líkur manni, er skoðar andlitsskapn- að sinn i spegli, því að hann skoðar sjálfan sig, fer burt og gleymir jafnskjótt, livernig hann var. En gjör- andi verksins mun sæll verða af framkvæmdum sin- um“. Kristindómurinn verður að gagnsýra svo líferni manna, að það dyljisl ekki, að þeir reyni að stefna heilum huga að siðgæðishugsjónum fagnaðarerindisins. Að öðrum kosti er hann afllaus og ónýtur og engin von til þess, að kristindómsboðun þeirra beri nokkurn ár- angur. Því að nútímakynslóðin er raunsæ og verkin eru sú eina sönnun anda og kraftar, sem bún tekur gilda. Lifernisbreytingin, sem trúin á Krist veldur, á cið vera siirdeigið, er sýrir alt deigið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.