Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 32

Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 32
88 Bj. J.: Séra Guðmundur frá Gufudal. Kirkjuritið. honum gramdist að sjá, hve lítið væri að því gert að bjarga hinum særðu mönnum. Kjarkur og áræði einkendi dagfar lians. En við- kvæmni var í lijarta hans, og fagurt var sólbrosið heima hjá konu og börnum. Séra Guðmundur sá ávalt sólskin yfir einum stað, það var ávalt sól, þar sem kona lians var. Hjónabandið var hið farsælasta. Það var enginn vandi að sjá, að það var hið ástúðlegasta. Því er við brugðið, hve góður heimilisfciðir hann var, sivakandi ásamt konu sinni yfir velferð barnahópsins. Börn þeirra hjóna hafa verið foreldrum sínum til gleði, og heill hefir fylgt þeim, einn sonur þeirra er i æðsta valdasessi, og börnin öll kunn að dugnaði og greind. Minningin geymist um gunnreifan bardagamann, vitran og góðan son ættjarðarinnar. Líf hans og' starf mót- aðist af þessum heilögu orðum: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið hrennandi í andanum“. Voru þessi orð ræðutexti við útför séra Guðmundar. Fór jarðarför hans fram frá Dómkirkjunni 19. janúar. Var þar margt manna. Átta prestar hempuklæddir báru kistu hans úr kirkju. Kista lians var sveipuð íslenzka þjóðarfánanum. Sást þá sein oftar samhand kirkju og þjóðar. Geymd skal minning séra Guðmundar í kirkju vorri og hjá þjóð vorri. Bj. J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.