Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 7

Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 7
Kirkjuritið. Af öllu hjarta. 205 orði, heldur miklu fremur í verki, traust, sem verkar á alla daglega framkomu hans, gefur honum öryggi í erf- iðleikum og festu í hreytileik tímanna, gefur honum styrk í baráttu við lægri hvatir sjálfs sín, og birtist út á við sem starfandi þjónustusemi og' kærleiksrík breytni. Hún er þannig samkvæmt eðli sínu annað og meira en inn- antóm játning eða andskynsamleg trú á yfirnáttúrlega hluti. Hún nær jafnt lil vitundar, tilfinningar og vilja. Hún nærist á kærleikanum. Það mun oft vera litið svo á, að kærleikurinn sé aðallega tilfinningamál. En slíkt er fordómur. Kærleiluir og samúð eru nær eitt og hið sama hugtak, eingöngu séð frá mismunandi sjónarmið- um. Kærleikur minnir frekar á tilfinningar, samúðin á skilninginn. En hvorugt má vanta, kærleikann skilning- inn, því að þá er hann veikur sem bóla, fæddur og alinn blindur, né samúðina tilfinninguna, því að þá er liún köld og snauð. Samúðin er sami hugiir og sama hjarla. „Saman okkar sálir runnu, sama hjarta í báðum sló“, segir þjóðskáldið Davíð frá Fagraskógi, og —: „Þar var eitt hjarta og ein sál“, segir í Postulasögunni um fyrsta kristna söfnuðinn i Jerúsalem. Sálin táknar aðsetur skilningsins, hjartað táknar aðsetur tilfinninganna. En hvorttveggja, kærleikur og samúð, verða gagnslaus og dauð, ef viljann vantar til framkvæmdar miskulinar- verka. „Sá, sem hefir heimsins gæði, og liorfir á bróður sinn vera þurfandi, og aftur lykur lijarta sínu l'yrir hon- um, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?“ (1. Jóh. 3, 17). „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, sem gerir vilja föður mins, sem er í himnunum“ (Matt. 7, 21), segir Jesús í fjallræðunni. „Eins er líka trúin dauð i sjálfri sér, vanti liana verkin“, segir í Jakohshréfi. Þannig renna skilningur, tilfinning og vilji saman í eina heild í kærleikanum, en af honum sprettur traustið til þess, sem elskað er. Sú trú, sem fullnægju gefur, er sú trú, sem nær jafnt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.