Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 10
Kirkjuritið.
RÍKI, KIRKJA OG SKÓLAR.
ERINDI FLUTT Á KIRKJUFUNDI.
Eins og' allir vita, er hin evangelisk-lúterska kirkja
samkvæmt stjórnarskrá vorri þjóðkirkja á íslandi.
Að lögum eru landsmenn allir meðlimir hennar, nema
öðrum trúarflokkum tilheyri eða sagt hafi sig úr henni *
ella. Ríkið leggur lienni til slarfsmenn og launar þá.
Kirkjan er þannig stofnun, er starfar í þjónustu ríkis-
ins. Með því er viðurkent, að hún hafi hlutverk að vinna
i þágu alþjóðar.
Að vísu er liið þjóðfélagslega hlutverk kirkjunnar af
mörgum vanmetið og gagnsemi kirkjunnar sem þjóð-
nýtrar stofnunar mjög dregin í efa. Vilja sumir álíta
hana algjörlega gagnslausa, en aðrir beinlínis fjandsam-
lega þrifum og þörfum almennings.
Sú skoðun virðist hýsna úthreidd, að vel sé hægl að
komast af án viðtækra eða náinna afskifla af hálfu kirkj-
unnar. Þjóðin hafi i raun og veru ekki þörf fyrir starf
hennar, enda þótt alþýða manna hafi ekki enn gert sér
það fyllilega ljóst. Það sé því rétt að hjálpa þjóðinni til
skilnings á þarfleysi kirkjunnar með því að venja hana
smátt og smátt undan áhrifum hennar. Kemur þessi
hugsunarháttur berast í ljós í prestafækkunartillögum
launamálanefndar, sem virðast beinlínis stefna að þessu
marki, enda þótt það bafi aldrei verið játað opinberlega.
Þessi skoðun er að visu ekki ávalt í beinni andstöðu við
kirkjuna. En því er haldið fram, að trúrækni og kirkju-
rækni séu hrein aukaatriði í lífi manna. Engin ástæða sé
þvi til að efla þessa tvo þætti þjóðlifsins, enda þólt hitt
sé kanske ekki rétt að svipta þá, er þörf finna, tækifær-