Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 11
KirkjuritiS. Ríki, kirkja og skólar. 209 um til trúariðkana. Áherzla er lögð á það, að hægt sé að vera drengskaparmaður án trúar og grandvar i breytni sinni án kirkjugöngu. En þetta tvent, drengskap og dygð, vill enginn alvarlega hugsandi maður strika út úr líls- skoðun sinni sem grundvallarskilyrði heilbrigðs þjóðlíís. En liversvegna er þetta hægt? Hversvegna getur sá, er telur sig trúlausan, verið hinn mesti drengskaparmaður, og kirkjuhatarinn fyrirmynd í fagurri breytni? Því verð- ur ekki neitað, að slíkt getnr átt sér stað. En það er ofur einfalt mál. Það er vegna þess, og aðeins vegna þess, að hugsjónir trúarhragðanna hafa lýst mannkvninu og lyft því frá siðleysi til siðgæðis kynslóð eftir kynslóð. Það er af því, að kristin kirkja liefir starfað með hinni íslenzku þjóð í senn þúsund ár. Hinn kristilegi arfur er sameigin- leg eign allra landsmanna, jafnvel þeirra, sem ekki vilja við hann kannast. Áhrifa kristindómsins gætir óbeinlínis 1 lifi þeirra, sem afneita krafti lians. 1 byrjun þessa kirkjufundar var henl á söguna um hinn miskunnsama Samverja. En einmitt í henni munu andstæðingar kirkjunnar, er telja sig meðmælendur drengskapar og dygða, vilja finna orðum sínum stað. Þar er oss sýndur drengskaparmaðurinn, hin sigilda fyrirmynd um mannást og fórnfýsi. En hann var Sam- verji, hann var ekki rétttrúaður á þeirra tima og þess lands mælikvarða og rækti ekki lielgar tíðir að hætti Gyðinga. Þetta sýnir, segja menn, að alt er undir dreng- skapnum, mannúðinni komið, án tillits til trúar eða trú- félags. Mikið rétt. En hafa þeir hinir sömu menn, er svo niæla, gert sér það ljóst, hver er hin eina knýjandi ástæða til þess að sýna fullan drengskap, hvar og live- nær sem er, og hvað það er, sem gerir mennina þess Vlrði, að fyrir þá sé einhverju fórnað Ekkert nema hoðskapur kristindómsins, svo og' annara æðri trúarhragða, um eilífa sál hvers einslaklings gerir ’iiannúðina að dygð, sem ekki vei'ði dregin í efa. Ekkert iiema boðskapur kristindómsins um eilift gildi liverrar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.