Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Ríki, kirkja og skólar. 211 upp vistinni á vegum ríkisins, verðum vér kirkjunnar tnenn, lærðir og leiknir, að lita svo á, að oss sé þetla hlut- verk ætlað. Oss ber að starfa og gera kröfur um starfs- skilyrði samkvæmt því. Meðan ríkið viðheldur þjóðkirkju og' jálar þannig í orði kveðnu að minsta kosti, að það vilji eiga einhverja samleið með henni, hlýtur því að vera skyll að leggja henni til þau slarfsskilyrði, sem lienni eru nauðsynleg til þess að geta rækt hið þjóðfélagslega lilutverk sitt sem hezt. Það getur ekki skoðast sem nein frekja að fara fram á slíkt. Sú krafa er aðeins rökrétt niðurstaða af gagnkvæmum skyldum og réttindum tveggja sjáifstæðra aðila, er liafa komið sér saman um að starfa saman og styðja hvor annan. Eigi þjóðkirkjan tilverurétt í þjón- Ustu ríkisins — og það hefir enn ekki verið véfengt með rökum — þá á hún heimting á að fá að starfa þar og á þann hátt, sem liún lelur vænlegast til árangurs. A þrennan liátt er þjónum kirkjunnar, prestunum, gerl niögulegt að vinna að hinu félagslega hlutverki þjóð- kirkjunnar að skapa, viðlialda og efla kristilega lífsskoð- un með þjóðinni: 1 fyrsta lagi við uppfræðslu barna til fermingar, í öðru lagi með guðsþjónustum í kirkjum og loks í persónulegri kynningu við söfnuði sína. Þessi tæki- faeri til kirkjulegs starfs ber vissulega að þakka og nota þau sem kostgæfilegast. Og þvi her ekki að neita, að á þessum þrennskonar vettvangi hefir starfsmönnum kirkj- unnar ósjaldan orðið mikið ágengt, enda þótl sá árang- ur hafi ekki ávalt verið metinn eða þakkaður sem skyldi. t*ví er svo varið um kristilega starfsemi, sem í kvrþev er unnin, að verkin tala fátt. Þau leynast undir yfirborði Iiins ytra lífs, og þegar ávextir starfsins koma í ljós, eru þeir svo samgrónir sálarlífi manna, að mörgum er það ekki einu sinni ljóst sjálfum, hvaðan þeir eru sprotnir. Nú mætti svo virðast, að kirkjan gæti gert sig ánægða uieð þetta starfssvið og unað þeim starfsskilvrðum, sem henni eru á þennan hátt veilt af hinu opinbera, þar sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.