Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 16
214
Þorgrimur Sigurðsson:
Kirkjuritið.
víða lokaður. Það þarf að opna liann. Það þarf að veiia
kirkjunni aðgang að honum. Á ég þar við skólana, hin-
ar mörgu og glæsilegu mentastofnanir fyrir æskulýð
þessa lands.
Innan skólanna þarf að veita þjóðkirkjunni nýtt starfs-
svið. Þar er hinn frjósami akur, sem yrkja þarf vel.
Námsárin eiga að vera undirbúningsskeið. Þá er lífs-
skoðunin að myndast og lífsstefnan að mótast. Aldrei
eru menn opnari fyrir hverskonar áhrifum en einmitt
á þeim aldri. Það er illa farið, ef kristilegu áhrifin
verða þá að þoka fvrir öðrum. Það er óbætanlegt tjón,
ef kristin trú fær ekki að vinda sinn þátt í þroskavef
hins unga námsfólks. En ríkið leggur skólunum enga
skvldu á Iierðar um það, að skajta og efla kristlega
lífsskoðun með nemendum sínum. Kristnum fræðum er
þar óviðast ætlað neitt sérstakt rúm. Skólunum er ekki
skylt að vera í neinni samvinnu við kirkjuna. Ég hefi
því ekki á neinn hátt viljað ásaka skólana sjálfa, er
ég sagði, að þeir væri kirkjunni lokaðir. I allmörgum
skólum standa dyrnar opnar þeim kirkjunnar mönnum,
er þar vilja láta til sín heyra. Sumir þeirra liafa líka
starfsmenn kirkjunnar i þjónustu sinni og' vilanlega
marga kristilega sinnaða kennara. En starf þessara
manna i kristilega átl lilýtur að verða í molum, meðan
það er ekki skipulagt og myndar engan fastan lið í
kensluáætlun skólanna. Það sem ég á við með þvi, að
skólarnir verði opnaðir fyrir kirkjuna, er það, að fyrir-
skipuð verði af hálfu hins opinbera kristileg fræðsla i
öllum ríkisskólum. Þessi fræðsla vrði falin kirkjunni,
þannig að hún eignaðist sinn fulltrúa i kennaraliði
hvers einasta skóla. Hvernig henni yrði að öðru leyli
fyrir komið, mun ég að sinni alls engar tillögur gera
um. Til þess hefi ég hvorki næga prestlega reynslu né
heldur kennaraþekkingu. Að sjálfsögðu yrði þessi starf-
semi skipulögð að ráði og yfirsýn beztu manna kirkj-
unnar og til hennar valdir hæfir menn. Vissulega yröi