Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 31

Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 31
Kirkjuritið. Brúðkaup í Gyðingalandi. 229 Lagt á úlfalda brúðarinnar. mátti halda brúðkaupið. Dæmisaga Jesú um 10 meyjar sýnir oss, að á tímum N. t. sótti brúðguminn brúðina og fór með bana í skrúðfylkingu heim í hús sitt. Og þannig er það með sveita- mönnum enn í dag. Eigi skrúðgangan að vera sómasamleg, þarf að fá úlfalda undir brúðina, þeir einir, sem bláfátækir eru, verða ;>ð láta sér nægja hest. Fyrir einum tíu árum hefði ekki verið neinn liörgull á úlföldum í Artas, því að þá höfðu þorpsbúar miklar tekjur af vöruflutningi frá Hebron til Jerúsalem eða Jaffa; °g þá voru alt að tuttugu af þessum ágætu áburðardýrum i Artas. En eftir heimsstyrjöldina höfðu bilarnir útrýmt úlföldunum, svo að nú var enginn til af þeim í Artas. En í Betlehem fjekst þó einn að láni. Menn eru árrisulir í Austurlöndum; og þegar ég kom til Artas um kl. 7 að morgni, var þegar farið að skreyta úlfalda brúðar- innar. Tvær frændkonur brúðgumans komu mörgum hvítum sessum í söðulinn og prýddu hann nýskornum glóaldinagreinum. Meðan á þvi stóð, þyrptust að konurnar i þorpinu og sungu söngva með einkennilegu, tilbreytingarlausu lagi og slógu lóf- um saman eftir hljóðfallinu, en stundum dilla þær tónum af mikilli leikni. Karlmennirnir í þorpinu fara nú einnig að tínast að. Áður höfðu þeir verið að raka hver annan fyrir framan kúsin. Þeir koma allavega uppdubbaðir. Ýmsir eru í jökkum eða yfirfrökkum með Evrópusniði utan yfir Arabafötunum, og var heldur hjákátlegt. Konurnar aftur á móti voru í samstæðum föt-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.