Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 33

Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 33
Kirkjuritið. Brúðkaup i Gyðingalandi. 231 að reykja og skeggræða, og konurnar fóru að leggja börn sín ;á brjóst og hlynna að þeim á aniian bátt. Mér var boðið te í húsi efnabónda. Mér fanst drykkurinn næsta fúll á bragðið og ekki sást það á bollanum, að hanii befði nokkuru sinni verið þvéginn. En gestrisni liúsbændanna var einlæg, og ég kom teinu niður. Síðan gekk ég um bæinn, meðan brúðarfylkingin beið, og enn var engin hreyfing á, er ég kom aftur um bádegið. Úlfaldinn lá og beið, en brúðguminn gekk eirðarlaus fram og aftur. Hann má sem sé ekki sjá tilvonandi eiginkonu sína fyr en um kvöldið. Því að enda Jjótt bændakonurnar gangi ekki hversdagslega með slæðu fyrir andlitinu eins og borgarkoriurnar, þá er brúðurin á brúð- kaupsdegi sínum svo hjúpað fötum og slæðum, að ekki mótar fyrir höfði hennar og varla fyrir vextinum. Hafi svo verið hjá Hebreum til forna, skilst betur sagan um það, að Jakob fékk Leu í stað Rakelar. Þegar Sada kom út að lokum og var lyft á bak úlfaldanum, vár nýstárleg sjón að sjá liana. Efst var fjaðraskúfur og þar fyrir neðan sást aðeins fatastrókur og vafðar um hann ofanverðan liáls- festar úr peningum. Engin mannsmynd var á og sást hvergi móta fyrir likamanum. Brúðurin var aðeins 12 ára gömul og kjóliinn hennar auðsjáanlega við vöxt. Evrópukona, sem hafði komist að því að sjá liana, sagði, að hún væri mjög barnsleg og óþroskuð og mikils til of snemt að gifta hana. En það er liagur fyrir foreldrana, að selja dóttur sína sem fyrst í lijónaband. Englendingar leitast við að koma í veg fyrir þesskonar hjónabönd fyrir tímann og setja lágmarksaldur bæði á körlum og konum, en það er mjög erfitt að koma þeim ákvæðum í framkvæmd, meðal annars af þeim ástæðum, að bændafólkið veit sjaldan um aldur sinn. En um ald- ur Södu vissu menn af tilviljun, því að móðir liennar mundi, að hún fæddist, „þegar engispretturnar voru hér“, og slík plága hafði komið á þessum slóðum árið 1914. Þegar búið var að koma brúðinni fyrir í söðlinum og úlfaldinn kominn á fætur, lagði fylkingin aftur af stað til Artas. í fyrstu átti úlfaldinn erfitt með að komast áfram, því að göturnar voru þröngar og fullar af fólki, ekki aðeins frá Artas heldur einnig el-Hadrbúum, sem þyrptust að til þess að sjá brúðina leggja upp. Og einkennileg sjón var að sjá, hvernig fjaðurkrýndi fatastrók- urinn gekk upp og niður eftir því sem úlfaldinn þokaðist áfram, en mannfjöldinn alt í kring hrópaði og söng. Heimförin varð með líkum hætti og heimanförin, nema hvað fljótar gekk, menn var auðsjáanlega farið að langa í veizlum.itinn og kl. 2 komust þeir til Artas. Veizlan skyldi ekki aðeins standa í lnisi brúðgumans, heldur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.