Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 38
INNLENDAR FRÉTTIR.
KirkjuritiÖ.
Séra Sigfús Jónsson
á SauÖárkróki, fyrruin prestur að Mælifelli, andaðist 8. þ. m.
Minningarorð um hann munu birtast i næsta hefti Kirkjuritsins.
Kirkjubygging í Laugarnesskólahverfi.
í síðasta hefti Kirkjuritsins var þess gelið, að fastákveðið væri
að hefja kirkjubygginguna í Laugarnesskólahverfi nú í sumar,
en síðan hefir fengist full vissa fyrir þvi, að Laugarnesskólinn
muni fást áfram til guðsþjónustuhalds næsta vetur, og þykir þvi
— eins og eðlilegt er — hagkvæmt að fresta kirkjubyggingu uni
sinn, unz meira fé verður fyrir hendi til hennar. Safnaðarlif
glæðist þarna meir og meir með samtaka og fórnfúsum mönnum.
Eiríkur Eiríksson cand. theol.
er nýkminn heim úr utanför sinni, sem staðið hefir læpl ár.
Hann hefir stundað guðfræðinám af kappi og jafnframt víða
faríð, m. a. um Sviss og Frakkland.
Nýr vígslubiskup fjTÍr Hólastifti hið forna.
Hinn 2. þ. m. voru talin atkvæði þeirra, sem tekið liöfðu þátt
í kosningu vígslubiskups fyrir hið forna Hólastifti í stað Hálf-
dánar Guðjónssonar vigslubiskups. Þátttakan var almenn, 27
kusu af 29 atkvæðisbærum mönnum. Séra Friðrik Rafnar á
Akureyri hlaut meira en helming atkvæða, eða l(i alls, og er
þannig rétt kjörinn vigslubiskup. Hin 11 atkvæðin dreifðust
á 5 presta og prófasta. Kirkjuritið óskar iiýja vígslubiskupn-
um allrar blessunar.
Séra Jón Þorvarðsson prófastur í Vík
hefir veitt forstöðu unglingaskólanum þar undanfarna vetur og
haft mikla kenslu á hendi við hann. Skólinn vinnur liið þarf-
asta starf fyrir unglinga í kauptúninu og nágrenni jiess.
Embættispróf í guðfræði.
Gunnar Sigurjónsson lauk 1. ]>. m. embættisprófi í guðfræði
með í. einkunn, 107 stigum. Hann er einn af ritstjórum Bjarma.
Ferðalög presta og leikmanna
um landið til þess að efla samstarf að kristindómsmálum munu
halda áfram á þessu sumri eins og undanfarið. Æskilegt væri,